Evrópskt efnahagssvæði

11. fundur
Þriðjudaginn 01. september 1992, kl. 18:11:14 (191)

     Steingrímur J. Sigfússon (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég hygg nú að þegar ræða Steingríms Hermannssonar, fyrrv. forsrh., verður lesin komi í ljós að hann hafi ekki viðhaft þessi orð og bætist það við önnur afreksverk hv. þm. Björns Bjarnasonar að hann getur ekki farið rétt með eða haft rétt eftir orð manna hér. Mig rekur ekki minni til að þessi orð hafi fallið.
    Varðandi það hins vegar að þetta kunni að vera eitthvað umhendis hjá framsóknarmönnum og þeir grípi til ýmissa ráða í nauðvörn sinni og þröngri stöðu eins og gengur, þá hef ég fullan skilning á því. Ef þeim framsóknarmönnum er pínulítið skjól í því núna næstu dagana að fara aftur fyrir öxlina á mér sem fyrrv. landbrh. þá er það guðvelkomið. Það er allt í lagi með það. En þeir þurfa enga hjálp frá hv. þm. Birni Bjarnasyni við það.