Kjaradómur

12. fundur
Miðvikudaginn 02. september 1992, kl. 14:59:52 (246)

     Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég verð enn á ný að hryggja hv. þm. með því að þetta er misskilningur sem hann heldur hér fram. Það breytir hins vegar ekki því að útgáfa bráðabirgðalaga og umfjöllun bráðabirgðalaga í þinginu eru efni sem þingmenn eiga að sjálfsögðu að ræða mjög nákvæmlega og ég skal ekki undan því skorast því að ég hef sjálfur af því áhyggjur að það skuli ekki vera hægt með góðu móti samkvæmt þingskapalögum að kalla saman Alþingi og ná fram nýjum lögum á tiltölulega skömmum tíma eins og öðrum þjóðum hefur tekist. Um það get ég verið hv. þm. sammála en að hinu leytinu er það misskilningur sem hann hefur hér haldið fram.