Evrópskt efnahagssvæði

13. fundur
Fimmtudaginn 03. september 1992, kl. 17:57:43 (294)


     Geir H. Haarde (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Forseti er búinn að kveða hér upp úrskurð sem ég ætla út af fyrir sig ekki að andmæla. Ég hefði hins vegar talið alveg óþarft að fresta hér fundinum vegna fundahalda á vettvangi þingflokksformanna. Ég tel sjálfsagt að halda slíkan fund fyrst um það er beðið og forseti beitir sér fyrir því, annaðhvort með forsætisnefnd eða þeim aðilum að henni sem hér eru viðstaddir eða þingflokksformönnum. Ég tel hins vegar óþarft að stöðva þinghaldið á meðan. Eðlilegra væri að sá sem næstur er á mælendaskrá fengi tækifæri til þess að flytja sína ræðu en það mun einmitt vera sá sem bað um þennan frest. Ég er hins vegar ekki í hópi þeirra sem hann leggur til að haldi nú fund. Forseti hefur kveðið upp sinn úrskurð, gerði það áður en ég fékk tækifæri til þess að koma þessu á framfæri. (Gripið fram í.) Það er forsrh., það er sama. Ekki er hann á þessum vettvangi. En ég ætla ekki að deila við forseta um þetta. --- [Fundarhlé.]