Evrópskt efnahagssvæði

13. fundur
Fimmtudaginn 03. september 1992, kl. 20:07:39 (316)

     Páll Pétursson (andsvar) :
    Frú forseti. Ég hygg að það kannski sé ekki alveg saman að jafna Írlandi og Lúxemborg. Ég hef ekki skipt um skoðun í þessu máli. Það er málið sem hefur breyst og það hef ég verið að reyna að segja hér. Þetta yfirþjóðlega vald er miklu skýrara nú en það var fyrr. Það er að vísu rétt að við kröfðumst fríverslunar með fisk þegar við ákváðum að ganga til þessara samninga. Það hvarf út og það var horfið út 1990. En EB-dómstóllinn var þó miklu ásættanlegri eins og hann var í upphaflegu gerðinni heldur en hann er orðinn núna. Við reiknuðum með að það yrði jafnræði í dómstólnum, þ.e. að EB yrði ekki alger úrslitaaðili í þessu dómstólamáli eins og EB raunverulega er orðið. Og síðast en ekki síst: Aðgangur Evrópubandalagsins að íslenskum fiskimiðum var ekki í kortunum á þeim tíma þegar ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar sleppti hendinni af þessu máli.