Atvinnumál

14. fundur
Mánudaginn 07. september 1992, kl. 16:39:51 (341)


     Anna Ólafsdóttir Björnsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég vil gjarnan vera bjartsýn en þó á raunsæjan hátt. Það er ekki ástæða til þess eftir ræðu hæstv. forsrh. Hann nefndi nefnilega nokkur atriði sem mér finnst kvíðvænleg. Hann benti á það að ríkið reyndi að fá lánað í innlendum sparnaði en það er vaxtahækkandi og það er íþyngjandi fyrir fyrirtæki og fjölskyldur svo þetta eru einfaldlega ekki gleðifréttir.
    Í annan stað ræddi hann um samanburðinn við ástandið sem var í kringum 1970 og vildi segja það að við stefndum í einhvern stöðugleika sem þá hafði verið. Ég vil benda á þá verðbólgu sem þá var og spyrja hvort það sé eitthvað sem við séum að sækjast eftir hér nú.