Atvinnumál

14. fundur
Mánudaginn 07. september 1992, kl. 16:49:11 (347)

     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar) :

    Herra forseti. Ef við mig er átt með skipstjóranum hef ég í venjulegum skilningi aldrei fundið fyrir sjóveiki og hef þó verið á sjó við erfið skilyrði og þekki ekki þann sjúkdóm. Varðandi það þótt gefi á bátinn þá hugsum við til þess, eins og sagt hefur verið, að menn æðrist ekki þó inn komi sjór og endrum og sinnum gefi á bátinn. Við þekkjum þar dæmi. Menn geta haldið sínu striki þó að gefi á bátinn, menn geta haldið sinni stefnu þó það gefi á bátinn (Gripið fram í.) --- já, og horfa ekki um öxl, það er mátinn. Nei, við ætlum að halda okkar striki, hv. þm., nákvæmlega eins og segir í þessari ágætu vísu.