Kjaradómur

15. fundur
Þriðjudaginn 08. september 1992, kl. 14:29:23 (358)

     Umhverfisráðherra (Eiður Guðnason) (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Ef það mætti verða til að auka hugarró hv. þm. Stefáns Guðmundssonar og Ólafs Ragnars Grímssonar þá er sjálfsagt og eðlilegt að skýra frá því að að sjálfsögðu var haft samband við alla þingmenn Alþfl. áður en bráðabirgðalögin umræddu voru gefin út og gengið úr skugga um að fullur stuðningur væri við þá fyrirhuguðu aðgerð áður en hún fór fram. Hér er því verið að þyrla upp moldviðri um ekki neitt.