Kjaradómur

15. fundur
Þriðjudaginn 08. september 1992, kl. 14:55:25 (370)

     Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Hafi hv. síðasti ræðumaður tekið þessi orð til sín þá þykir mér það leitt því það var alls ekki við hann sem átt var og hélt ég að hv. þm. vissi að svo var ekki. Orðið ,,fyrstur`` getur haft margræða merkingu, sá sem lengst gengur, en hafi hann tekið þessi orð til sín og það standi þannig í þingtíðindum að við hann sé átt þegar það er lesið, þá skal ég fúslega biðjast afsökunar því að ég átti allra síst við hann. Það vita allir við hvern var átt. Það er sá sem hér mun síðar tala.