Kjaradómur

15. fundur
Þriðjudaginn 08. september 1992, kl. 15:47:40 (387)

     Jóhann Ársælsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Ég tel að efni þeirra laga sem hefði átt að setja hefði vel mátt vera það sem er í þeim lagatexta sem nú liggur fyrir og það hefði þá gert það gagn sem menn ætlast til af þessum lagatexta. Hins vegar tel ég að það hafi verið fullkomlega umræðuvert hvort Alþingi hefði átt að beita sér fyrir almennri lagasetningu sem miðaði að því að einhvers konar vopnahlé yrði á launamarkaðnum öllum þann tíma sem sá samningur stendur sem gerður var á almennum launamarkaði. ( Fjmrh.: Setja 1,7% í lög? Það hefði vel mátt ræða það þegar þing hefði komið saman til að ræða þessi lög. Ég er ekki að segja að það hefði orðið niðurstaðan en ég tel fulla ástæðu til að skoða það.