Fjarvera forsætisráðherra

15. fundur
Þriðjudaginn 08. september 1992, kl. 17:15:08 (407)


     Forseti (Guðrún Helgadóttir) :
    Forseti mun nú kveðja sér til ráðgjafar starfsmenn skrifstofu og kanna með hverjum hætti fjarvist forsrh. barst til skrifstofunnar. Gerir forseti tveggja mínútna fundarhlé á meðan. --- Þar sem enginn hefur yfirgefið þingsalinn og þó að ekki séu liðnar umræddar tvær mínútur . . .   ( ÓÞÞ: Hæstv. fjmrh. hefur þegar gengið úr salnum.) --- Það sést til hans --- þá situr hér við hlið mér skrifstofustjóri Alþingis sem upplýsir að ekki muni fjarvera hæstv. forsrh. hafa borist öðruvísi en svo að forseti Alþingis tilkynnti hana. Hún mun ekki hafa verið lesin upp í þingsal. Ég held að við verðum að fallast á að þar með hafi hæstv. forsrh. tilkynnt fjarveru sína. Ég vænti þess að hv. 2. þm. Vestf. geti unað við það. Svo sýnist ekki vera því að hann kveður sér nú hljóðs um þingsköp.