Evrópskt efnahagssvæði

16. fundur
Miðvikudaginn 09. september 1992, kl. 19:04:42 (427)

     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það er enginn vafi á því í mínum huga að tvíhliða viðræður hefðu ekki veitt neina möguleika á því að láta okkur fá jafnhagfelldan samning og það samflot, sem EFTA-ríkin hafa, hefur tryggt okkur. Það er enginn vafi í mínum huga í þeim efnum. Hitt er annað mál að ef mál þróast þannig í framtíðinni að við verðum eitt ríkja eftir, er það ljóst að eðli þeirrar samningsgerðar mun breytast í því sem næst tvíhliða samning. En slíkum samningi hefðum við ekki náð fram nema með því samfloti sem við höfum verið í og það er meginatriði.
    Mér fannst ekki viðeigandi af hv. þm. að kalla lögfræðiálit hinna virtu fræðimanna hænsnamat í lögfræði. Ég hef reyndar á tilfinningunni að hv. þm. viti meira um hænsnamat en lögfræði.