Evrópskt efnahagssvæði

16. fundur
Miðvikudaginn 09. september 1992, kl. 19:05:42 (428)


     Guðni Ágústsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. forsrh. það síðasta. Þeir, sem lesa þau lögfræðiálit virtra prófessora, segja hreinlega að þetta sé ævintýramennska í lögfræði. Í fleiri línum kemur það fram að þeir álíta þetta fjórmenningaplagg ekki merkilega lögfræði. Ég stend því við það að þetta sé hálfgerður hænsnamatur á silfurfati, pantaður af ríkisstjórninni.

    Hvað hitt atriðið varðar, þá kom það ekki fram í ræðu forsrh. hvort hann hefði rætt það í ríkisstjórninni eða við stjórnmálamenn úti í Evrópu að ganga til tvíhliða viðræðna um mörg efnisatriði sem nú blasa við við breyttar aðstæður. Það kom ekkert fram. Að vísu var forsrh. ekki í þinginu á þeim tíma þegar sjálfstæðismenn töldu tvíhliða viðræður mikilvægar. En nú virðist það vera gleymt, kannski hjá þeim öllum. --- [Fundarhlé.]