Evrópskt efnahagssvæði

16. fundur
Miðvikudaginn 09. september 1992, kl. 22:26:06 (443)

     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Þegar embættismenn, samningamenn utanrrh., setja stafi sína undir samning gera þeir það á hans ábyrgð. Þegar utanrrh. samþykkir samning gerir hann það með tilstyrk og bakstuðningi þeirrar ríkisstjórnar sem hann á sæti í. Sú ríkisstjórn nýtur stuðnings meiri hluta þingsins.
    Að sjálfsögðu var samningaferillinn margoft ræddur í þingflokki Sjálfstfl., bæði áður en samninganefndarmenn utanrrh. og þar með ríkisstjórnarinnar settu stafi sína undir, áður en utanrrh. skrifaði endanlega undir og iðulega var þar gerð grein fyrir málinu. Það fór ekkert á milli mála að allur þingflokkur Sjálfstfl. vissi nákvæmlega hvað stóð til. Hitt er alveg rétt, sem kom fram í frammíkalli hv. þm. Eyjólfs Konráðs Jónssonar, að formleg atkvæðagreiðsla átti sér ekki stað og stóð ekki til.