Evrópskt efnahagssvæði

16. fundur
Fimmtudaginn 10. september 1992, kl. 01:44:30 (473)

     Utanríkisráðherra (Jón Baldvin Hannibalsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ástæðan fyrir því að ég sá ekki ástæðu til þess að svara sérstaklega fyrirspurnum hv. þm. um túlkun á þeim ákvæðum sem varðar takmarkanir á rétti útlendinga til starfa í opinberri þjónustu ýmist vegna öryggisákvæða eða vegna tungumálakunnáttu eða um stöðu ÁTVR er einfaldlega sú að það var búið að svara því svo oft áður að ekki á að þurfa að endurtaka það. Þessi svör liggja fyrir og hafa verið endurtekin svo oft að ég hef ekki tölu á.
    Sama er að segja um spurningu hv. þm. um áhrif EES-samningsins um búsetuþróun í landinu. Ýmsar upplýsingar liggja fyrir um það. En ef það er rétt að áhrifin séu jákvæð fyrir sjávarútveginn þá eru þau í stórum dráttum jákvæð fyrir búsetuþróunina í landinu.