Stjórnarskipunarlög

16. fundur
Fimmtudaginn 10. september 1992, kl. 03:52:42 (519)


     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Aðeins út af þessu sem hv. þm. nefndi um viðkomandi ráðherra þegar menn ræða um það hvort okkur hafi orðið á að brjóta stjórnarskrá. Þannig vill til að kannski er þessi breyting á þingsköpum Alþingis það næsta sem við höfum komist að brjóta stjórnarskrána vegna þess að í stjórnarskránni sjálfri er tekið fram að ráðherra megi tala svo oft sem hann vill, þó skuli hann hlíta þingsköpum, stendur þar. En það mundi ekki þýða það að þingsköp mætti takmarka með þessum hætti. Þarna eru við næst komin því að hafa brotið stjórnarskrána.