Lánafyrirgreiðsla við húseigendur

17. fundur
Fimmtudaginn 10. september 1992, kl. 12:00:58 (561)


     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir :
    Virðulegi forseti. Í framhaldi af því sem hér hefur komið fram um greiðsluerfiðleika húseigenda er rétt að ræða það líka í því samhengi að mjög er misvísandi að tala um fasteignamatsverð og markaðsverð á íbúðum og húseignum, sérstaklega á landsbyggðinni því að fasteignamatsverð húseigna og það markaðsverð sem lánastofnanir skoða þegar meta skal hvort viðkomandi eru lánshæfir, er ekki það sama. Þarna er því sjálfsagt ein ástæða þess að þeir sem tekið hafa húsbréfalán, sem veitt er samkvæmt fasteignamati, fá ekki sömu fyrirgreiðslu hjá bönkunum sem meta verðmæti húseignarinnar á markaðskjörum.