Einkaleyfi og vörumerki

18. fundur
Fimmtudaginn 10. september 1992, kl. 12:35:26 (572)

     Finnur Ingólfsson :
    Virðulegi forseti. Örstutt: Aðeins ein spurning út af orðum hæstv. iðnrh. þar sem hann talaði um þá nýbreytni í þessu frv. að hægt væri innan fimm ára að fá með dómi afnám á einkarétti á vörumerkjum. Spurningin er þessi: Er vitað að mikið sé um það að vörumerki séu skráð í þeim tilgangi einum að koma í veg fyrir að aðrir geti notað þau? Er vitað hvort einhver fjöldi slíkra skráninga er til? Þetta var bara spurningin.