Tilkynning um utandagskrárumræðu

19. fundur
Föstudaginn 11. september 1992, kl. 10:32:01 (626)

     Forseti (Valgerður Sverrisdóttir) :
    Áður en gengið er til dagskrár vill forseti tilkynna að kl. 13.30 hefjast umræður utan dagskrár samkvæmt fyrri mgr. 50. gr. þingskapa, hálftímaumræða, um áhrif af stefnu ríkisstjórnarinnar í málefnum Háskóla Íslands. Málshefjandi er hv. 10. þm. Reykv., Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
    Þá er þess að geta að forseti áformar að gera hálftíma fundarhlé um kl. 13.

    Þar sem einhver örlítil bið verður á því að hv. þm. sem sitja í efh.- og viðskn. mæti á fundinn verður fyrst tekið fyrir 14. dagskrármál, Uppboðsmarkaður fyrir sjávarafla.