Tollalög

20. fundur
Mánudaginn 14. september 1992, kl. 15:09:44 (696)

     Kristín Ástgeirsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég dreg þessa draumsýn mjög í efa, ég get ekki leynt því. Ég vil benda á að m.a. stofnanir eins og Sameinuðu þjóðirnar hafa bent á að fara þurfi aðrar leiðir en í óheftri samkeppni og frjálshyggju ef við ætlum yfirleitt að lifa á þessari jörð. Málið er það að auðvitað er verið að lækka tolla að vissu marki og lækka gjöld mjög mismunandi mikið. En það er verið að gera greinarmun á þeim vörum sem koma frá hinu Evrópska efnahagssvæði og þeim sem koma annars staðar frá. Það er um það sem málið snýst og við munum ræða í næsta dagskrármáli hvers vegna það gildir þá ekki líka um bensín og bíla.