Hagræðingarsjóður sjávarútvegsins

21. fundur
Þriðjudaginn 15. september 1992, kl. 21:58:24 (769)

     Flm. (Halldór Ásgrímsson) (andsvar) :
    Herra forseti. Ég tel að þegar svo stendur á sem nú að frv. liggja fyrir Alþingi og ríkisstjórn hefur lýst því yfir að hún ætli að grípa til ráðstafana og margir stjórnarþingmenn hafa lýst yfir stuðningi við slíkar aðgerðir, þá eigi stjórnin að bíða. Í lögunum stendur: Í upphafi fiskveiðiárs. Það er engin dagsetning. Það stendur ekki að það skuli gert fyrir lok septembermánaðar. Ég tel að stjórnin hafi ekki þær skyldur að gera það nú þegar heldur geti hún beðið og ég tel að hæstv. sjútvrh. eigi að beita sér fyrir því. Ætlar stjórn Fiskveiðasjóðs síðan að taka því þegjandi þegar forsrh. kemur og segir að Fiskveiðasjóður eigi að borga helminginn af þessu? Það er nauðsynlegt fyrir stjórnina að gera sér grein fyrir endalokum málsins áður en farið er út í þetta. Ég endurtek að ég trúi því vart að hún muni gera þetta. Ég ætlaði ekki að vega

ómaklega að henni, það má vel vera að ég hafi gert það. ( Forseti: Ég verð að minna hv. ræðumann á að ræðutíma hans er lokið.) Ég trúi því vart heldur að hæstv. sjútvrh. vilji standa að málinu með þessum hætti.