Hagræðingarsjóður sjávarútvegsins

21. fundur
Þriðjudaginn 15. september 1992, kl. 23:52:37 (803)

     Finnur Ingólfsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það kom fram í máli hæstv. sjútvrh. áðan að hann vissi ekkert um hverjar tillögur Byggðastofnunar væru enda heyrði Byggðastofnun undir forsrh. og það væri eðlilegast að hann gæfi svör um þá hluti sem ég skil mætavel. Því spyr ég: Er sú frétt rétt, sem birtist í Morgunblaðinu um það leyti sem verið var að ganga frá þessum tilögum eða heildaraflahámörkum, að það stæði til að styrkveitingarnar sem Byggðastofnun leggur til verði upp á 450--500 millj. kr. verði fjármagnaðar frá Fiskveiðasjóði, 150 millj. kr., atvinnutryggingardeild Byggðastofnunar, 150 millj. kr. og 150 millj. úr ríkissjóði? Er fótur fyrir þessari frétt Morgunblaðsins? Þetta er einföld spurning til forsrh. sem eg óska eftir að hann svari.
    Hins vegar veit ég ekki hvort hæstv. forsrh. hefur gert sér grein fyrir því að sú leið sem þarna er lögð til mun kosta ríkissjóð meiri peninga en það að aflaheimildum Hagræðingarsjóðs yrði dreift út til fyrirtækjanna og þyrfti að fjármagna Hafrannsóknastofnun. Sennilega mun þessi leið kosta ríkissjóð 400 millj. kr. hærri upphæð.