Hagræðingarsjóður sjávarútvegsins

21. fundur
Þriðjudaginn 15. september 1992, kl. 23:55:18 (807)

     Anna Ólafsdóttir Björnsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Út af seinustu orðum hæstv. ráðherra, þá leysa tillögur ekkert ef það er ekki til peningur, sé það rétt. En mitt erindi í stólinn var að mér finnst það ekki gild rök ef stjórn Hagræðingarsjóðs á að vinna eftir einhverju ákveðnu ferli eins og ég tók niður eftir hæstv. forsrh. og jafnvel ágæt frv. breyti því ekki. Mér finnst það vega þyngra ef meiri hluti þings styður þessi frv. þá getur sjútvrh. að sjálfsögðu stöðvað það að þetta ferli haldi áfram. Þetta er ekki viljalaus þróun og skynlausar skepnur sem er við að eiga. Það eru bara manneskjur sem taka mið af ákvörðunum og þessar ákvarðanir er hægt að taka. Og ef þessi frumvörp eru eins ágæt og hæstv. forsrh. var að tala um er náttúrlega full ástæða til þess, ég tala nú ekki um ef stuðningur sjútvrh. er raunverulegur.