Tilkynning um dagskrá

22. fundur
Miðvikudaginn 16. september 1992, kl. 16:07:25 (855)


     Kristinn H. Gunnarsson (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Það er nú svo með störfin hér í þinginu að það er alsiða, eins og kom fram hjá hæstv. forseta, að ráðherrar svari ekki spurningum. Það höfum við áþreifanlega verið minnt á í sumar. Það er e.t.v. líka búið að taka þann sið upp að ljúka umræðum áður en ráðherra gefst færi á að svara. Ekki eru þessir forsetaúrskurðir eða viðbrögð ráðherra til að greiða fyrir þingstörfum.
    Hins vegar vil ég þrátt fyrir allt leggja mitt af mörkum til að greiða fyrir þingstörfum. Ég tel að vísu að það hefði verið betra af hálfu hæstv. félmrh. að þingmenn fengju að vita með einhverjum fyrirvara að þessi ósk mundi fram koma og gætu metið hana. En það er mitt mat sem ég læt þá uppi, fyrst

svona var að staðið og ekki gefinn kostur á að hugleiða málið, að ég hygg að það muni lengja umræðuna að grauta saman þremur málum sem að nokkru leyti eru óskyld að efni. Ég tel að það væri í þágu greiðrar umræðu hér í þinginu, virðulegur forseti, að málin yrðu tekin fyrir hvert fyrir sig eins og dagskrá gerir ráð fyrir.