Stjórnarskipunarlög

23. fundur
Fimmtudaginn 17. september 1992, kl. 13:09:05 (883)

     Páll Pétursson (andsvar) :
    Frú forseti. Það er rétt að þegar við settum lögin um erlenda fjárfestingu, fjárfestingarlögin svokölluðu, skömmu fyrir síðustu kosningar töldum við að það væri veigamikið skref í rétta átt. Þá töldum við að í þeim fælist tilraun til að setja upp girðingu sem héldi. Því miður hefur komið í ljós að ákvæði þessara laga standast ekki samninginn um Evrópskt efnahagssvæði. Ég vitna til nefndar dómsmrh. og landbrh. sem hefur sent frá sér ágæta álitsgerð um þetta efni þar sem þeir telja að þessum lögum verði að breyta. Mér þykir það mikill skaði að þau skuli ekki halda. En svo er nú komið málum að þessum lögum verður væntanlega að slaka út.