Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu

23. fundur
Fimmtudaginn 17. september 1992, kl. 14:19:13 (910)


     Ólafur Þ. Þórðarson (um þingsköp) :
    Herra forseti. Ég lít nú svo á að það sé hlutverk forseta að þegar þingmenn ruglast gersamlega í þeim leikreglum sem hér gilda og átta sig ekki á hverju þeir eru að veita andsvör og hverju ekki eigi forsetinn að berja í bjölluna. Með því móti fyrirbyggir forsetinn að þingmenn verði sér alvarlega til skammar og flytji ræður um málefni sem ekki eru á dagskrá þá stundina þó að það verði seinna meir. Þessi leiðbeiningaþjónusta er það minnsta sem forseti getur veitt úr forsetastól.