Kjaradómur

23. fundur
Fimmtudaginn 17. september 1992, kl. 18:38:09 (970)

     Forseti (Pálmi Jónsson) :
    Í þingsköpum segir að andsvör og umræður um þau megi eigi standa lengur en 15 mínútur. Sá tími er senn liðinn. Enn hefur einn hv. þm. sem beðið hefur um að veita andsvör eigi komist að. Þess vegna . . .   (Gripið fram í: Ég get sett mig á mælendaskrá.) Ég ætlaði að hleypa honum að, en ég ætlaði að stytta ræðutíma hv. þm. sem nú veitir andsvar öðru sinni niður í eina mínútur sem er heimilt.