Atvinnu- og búseturéttur launafólks innan EES

24. fundur
Föstudaginn 18. september 1992, kl. 14:38:38 (1045)

     Félagsmálaráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég sé enga ástæðu til þess að ætla að með þessum EES-samningi séum við að færa kröfurnar niður miðað það sem nú er. Ég vil benda á, eins og ég reyndar gerði áður, að hér eru starfandi 30--40 erlendir hjúkrunarfræðingar með minni menntun. Ég sé enga ástæðu til að ætla að hér fari erlendum hjúkrunarfræðingum að fjölga verulega og minni á að hér eru starfandi hjúkrunarfræðingar með minni menntun. Út af fyrir sig þarf því EES-samningurinn sem slíkur ekki að færa niður þessa kröfur sem hv. þm. nefndi.