Atvinnu- og búseturéttur launafólks innan EES

24. fundur
Föstudaginn 18. september 1992, kl. 14:55:48 (1051)

     Finnur Ingólfsson :
    Virðulegi forseti. Aðeins út af þessari umræðu sem hérna hefur farið fram og ég stend í þeirri meiningu að ég sé farinn að misskilja málið því þetta er farið að flækjast talsvert mikið. Ég skildi hæstv. félmrh. þannig í sínu svari áðan þar sem hún var að svara fyrirspurn okkar um 28. gr. þar sem frelsi launafólks og sjálfstætt starfandi einstaklinga er skilgreint og síðan 4. liðnum um ákvæðið þar sem þetta atriði greinarinnar á ekki við um opinbera starfsmenn. Evrópubandalagið hefur í raun og veru viðurkennt að lögin um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, þ.e. lög nr. 38/1954, þar sem sú skilgreining kemur fram í 1. gr. hvað sé opinbert starf, gildir í raun og veru, þau lög hafi verið viðurkennd og það sé okkar túlkun. Því vil ég spyrja hæstv. ráðherra: Er þetta ekki túlkun ráðherrans á þessu atriði?