Frumvarp um Lánasjóð íslenskra námsmanna

24. fundur
Föstudaginn 18. september 1992, kl. 17:59:58 (1078)

     Ragnar Arnalds :
    Virðulegi forseti. Ég vil eindregið taka undir orð hv. 9. þm. Reykv. Ég tel að það sé afar illt við það að búa að þingið fari heim nú án þess að taka þetta mikilvæga mál fyrir. Ég held að málefni námsmanna séu kannski mikilvægasta málið sem við þurfum að ræða í þinginu, a.m.k. eitt allra mikilvægasta málið eins og þau mál standa núna. Við vorum að vonast til þess að hægt yrði að hafa umræðu um þessi mál í gær eða dag að frumkvæði hv. þm. Svavars Gestssonar sem er 1. flm. málsins en það hefur ekki tekist og er það fyrst og fremst vegna fjarveru hæstv. menntmrh. Ég harma það, en ég óska eindregið eftir því við forseta og tek þá undir það sem hér hefur verið sagt af flm. frv. að þetta mál verði haft efst á dagskrá þegar þing kemur saman aftur að loknu hléi.