Síldarsölusamningar

26. fundur
Miðvikudaginn 07. október 1992, kl. 15:28:51 (1143)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Hefst nú utandagskrárumræða, eins og tilkynnt var í upphafi þessa fundar, að beiðni hv. 5. þm. Austurl., um stöðu síldarsölusamninga. Þessi umræða fer fram skv. fyrri mgr. 50. gr. þingskapa sem þýðir að málshefjandi hefur fimm mínútur og tvær mínútur í síðari umferð. Viðkomandi ráðherra, sem í þessu tilviki er sjútvrh., hefur fimm mínútur og tvær mínútur í þeirri síðari og aðrir þingmenn og ráðherrar tvær mínútur tvisvar sinnum ef því er að skipta. Hefst nú umræðan og til máls tekur hv. 5. þm. Austurl.