Jöfnunartollur á skipasmíðaverkefni

28. fundur
Fimmtudaginn 08. október 1992, kl. 16:47:09 (1227)

     Iðnaðarráðherra (Jón Sigurðsson) (andsvar) :
    Frú forseti. Það verður ekki alltaf allt sagt í einni predikun. Ég hef þegar lýst viðhorfi mínu til fríverslunarsamnings EFTA-ríkjanna við Pólland. Ég mun láta á það reyna hvort þörf sé fyrir einhverja viðbót eða skýringu af okkar hálfu. Ég er ekki fær um að meta það á þessari stundu. En eins og kom fram í ræðu minni áðan mun ég freista þess að gæta hagsmuna skipaiðnaðarins eins og kostur er. Ég vil líka láta það koma fram að þessi athugun mun fara fram skjótt. Eins mun það verða athugað hvort hér sé um ólögmæt undirboð að ræða samkvæmt alþjóðlegum viðskiptareglum. Það er of snemmt að svara því hvernig því máli lyktar.