Meðferð fíkniefnamála

30. fundur
Þriðjudaginn 13. október 1992, kl. 13:35:10 (1252)

     Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson) :
    Frú forseti. Það er svo að því miður eru of mörg dæmi þess í okkar réttarkerfi að dráttur verður á afgreiðslu mála fyrir dómstólum og almennt séð tekur meðferð mála fyrir dómstólum of langan tíma. Ráðuneytið hefur ekki í höndum svör við þeim spurningum sem fram komu hjá hv. þm. varðandi það einstaka mál sem hann nefndi og mér skilst að hafi verið gert að umræðuefni í fréttum Stöðvar 2. En það er sjálfsagt mál að gera greinargerð um gang þess máls í kerfinu og gera þinginu grein fyrir þeirri niðurstöðu.