Endurskoðun laga um fæðingarorlof o.fl.

30. fundur
Þriðjudaginn 13. október 1992, kl. 14:07:43 (1283)

     Heilbrigðisráðherra (Sighvatur Björgvinsson) :
    Virðulegi forseti. Tilgangur þessarar endurskoðunar er ekki sá að rýra hag þeirra sem þurfa á aðstoðinni að halda. Tilgangurinn er öðrum þræði sá að þeir sem ástæðulaust er að njóti stuðnings hins opinbera séu ekki settir í forgangshóp með þeim sem á stuðningnum þurfa að halda eins og ég tók hér fram áðan. Það er ástæðulaust að hafa það kerfi að efnaður faðir með háar tekjur geti komið sér undan framfærsluskyldu sinni með því að skilja við móður barna sinna.