Málefni aldraðra

31. fundur
Miðvikudaginn 14. október 1992, kl. 15:37:14 (1311)

     Heilbrigðisráðherra (Sighvatur Björgvinsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. hólið. Ég er að sjálfsögðu að flytja tillögu um að hægt sé að reka og starfrækja þær stofnanir fyrir aldraða sem byggðar hafa verið. Ég er að flytja tillögu um að hægt sé að auka þá þjónustu við aldraða sem er kannski ekki dýrasta þjónustan heldur skilar öldruðum við þessar aðstæður mestum árangri. Og ég er að segja: Það er að sjálfsögðu gerð grein fyrir því í fjárlagafrv. hvað menn gera ráð fyrir að mikið af fé Framkvæmdasjóðs aldraðra renni til þessara þarfa á þessu ári.