Kristnesspítali

31. fundur
Miðvikudaginn 14. október 1992, kl. 15:43:25 (1320)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Þá hefst utandagskrárumræða sem boðuð hafði verið og átti að hefjast kl. 3.30. Forseti biður hv. þm. að taka tillit til þess að umræða um málefni aldraðra hefur farið nokkuð fram úr því sem ætlað var og vill jafnframt geta þess að enn eru tveir á mælendaskrá og hefur þeirri umræðu því verið frestað.
    Nú hefst utandagskrárumræðan að beiðni hv. 6. þm. Norðurl. e. um Kristnesspítala. Umræðan fer fram eftir fyrri mgr. 50. gr. þingskapa þar sem frummælandi og viðkomandi ráðherra hafa fimm mínútur í fyrri umferð og tvær mínútur í hinni síðari. Aðrir hv. þm. og hæstv. ráðherrar hafa tvær mínútur tvisvar sinnum eftir því sem tími vinnst til.