Framkoma ráðherra í utandagskrárumræðum

31. fundur
Miðvikudaginn 14. október 1992, kl. 16:19:30 (1333)


     Jóhannes Geir Sigurgeirsson :
    Virðulegi forseti, þetta verður örstutt og ég mun ekki fara hér í neina efnisumræðu heldur ræða um það sem snýr að eðlilegum þingsköpum. Það eru ekki eðlileg þingsköp að ráðherra í utandagskrárumræðu komi fram með fullyrðingar sem eru rangar. Ég var sem betur fer búinn að gera grein þeim fyrir í seinni ræðu minni. Það er algjörlega óviðunandi að ráðherra komi fram með slíkar fullyrðingar þegar búið er að loka fyrir ræðutíma annarra.