Fylgifrumvörp EES-samnings

33. fundur
Fimmtudaginn 15. október 1992, kl. 15:00:40 (1377)

     Guðrún Helgadóttir :
    Ég þakka hæstv. forseta fyrir svarið en verð að lýsa því yfir að mér þykir það töluvert ábyrgðarlaust hjal af hv. formanni þingflokks Sjálfstfl. að halda því fram að það sé hugsanlegur möguleiki, þó ekki væri nema tæknilegur möguleiki, að hægt sé að afgreiða samninginn um Evrópska efnahagssvæðið á meðan öll mál honum tengd eru enn í nefnd og 35 þeirra hafa ekki verið lögð fram. Ég get ekki séð með besta vilja hvernig hið háa Alþingi á hugsanlega að vinna alla þá vinnu sem afgreiðsla þessara frumvarpa krefst á þeim tíma sem eftir er til loka nóvember sem er um það bil einn og hálfur mánuður. Ég held að ástæða

væri fyrir hæstv. forseta að ræða við stjórnarliðið um hvort þessi möguleiki er yfirleitt fyrir hendi svo ekki sé verið að lýsa því yfir í dagblöðum bæjarins um afgreiðslu mála hér á hinu háa Alþingi sem er ekki tæknilega mögulegt.