Fjárlög 1993

35. fundur
Þriðjudaginn 20. október 1992, kl. 17:36:38 (1439)

     Karl Steinar Guðnason (andsvar) :
    Herra forseti. Aðeins í tilefni af því að hv. síðasti ræðumaður sagði að Alþfl. ætti rúma 2 milljarða af þeim beiðnum sem koma fram í fjáraukalagafrv. (Gripið fram í.) Nei, ég hélt það líka, hv. þm. Þetta er spurning um fjármuni þjóðarinnar. Hins vegar vil ég skýra það. Í greinargerð frv. er greint frá því hvers vegna sótt er um þessi auknu útgjöld. Það er m.a. vegna kjarasamninga, vegna atvinnuleysistrygginga og annars sem til hefur fallið á síðasta ári og menn sáu ekki fyrir.    
    Í öðru lagi vil ég segja það varðandi úthlutun á styrkjum og öðru slíku að sá háttur er hafður á núna að fækkað var liðum og þeim skipt síðan. Fjárln. á eftir að fjalla um þetta en mun gera það í samráði við menntmrn. og ekki verður hægt að upplýsa um það fyrr en á síðari stigum.