Verðlagning á raforku

39. fundur
Mánudaginn 26. október 1992, kl. 15:10:11 (1520)

     Páll Pétursson (andsvar) :
    Frú forseti. Það hefur svo sem ekkert breyst í mér tónninn. Ég hef haft sama tóninn í allan dag. Lækkun á raforku verður að leiða til söluaukningar og við, ég og frummælandi tillögunnar, erum út af fyrir sig sammála. Það þarf samstarf fleiri aðila. Það hef ég verið að reyna að segja hvað eftir annað í þessari umræðu. Einhliða lækkun Landsvirkjunar sem ekki skilaði sér til fiskvinnslunnar eða þess markhóps sem menn eru að sigta á mundi ekki koma markhópnum að gagni nema dreifiveiturnar væru tilbúnar að láta lækkunina ganga í gegn. Og lækkunin verður að leiða til söluaukningar ef ekki á svo að fara að kostnaðurinn flytjist til og hækki þá verð á annarri notkun í landinu.