Vinnubrögð í umhverfisráðuneyti

40. fundur
Þriðjudaginn 27. október 1992, kl. 13:43:42 (1547)

     Valgerður Sverrisdóttir :
    Hæstv. forseti. Ég býst við að fuglafriðunarnefnd hafi fengið málið til umsagnar en spurningin er þá sú: Hvenær var það sent þangað úr ráðuneytinu? Ég er ekki að spyrja ráðherrann að því, ég er bara að vekja athygli á að það skiptir mjög miklu máli að tekið sé strax á svo brýnum erindum. Það er mjög bagalegt að svara beiðni sem berst fyrir mánaðamótin apríl/maí í júní. Í þessu tilfelli þýðir þetta stórkostlegt tjón fyrir bóndann og vekur kannski upp þá spurningu hjá bændum sem eiga eftir að lenda í svipuðum uppákomum hvort það þýði eitthvað að vera að biðja um leyfi. Mér er kunnugt um að í þessu einstaka tilfelli var um gríðarlegt tjón að ræða sem hefði kannski verið hægt að koma í veg fyrir ef vinnubrögð af hálfu ráðuneytisins hefðu verið sómasamleg.