Meðferð áfengissjúkra

40. fundur
Þriðjudaginn 27. október 1992, kl. 14:08:26 (1565)

     Anna Ólafsdóttir Björnsson :
    Virðulegi forseti. Varðandi orð hæstv. forseta vil ég tak það fram að ég tel að það sé full ástæða til að bera af sér sakir þegar maður er sakaður um að vera með tilhæfulausar dylgjur. Ég vildi ekki vera að nefna neina sérstaka til og tel mig hafa fullan rétt til þess að vísa í heimildarmenn og að leggja fram spurningar án þess að vera sökuð um það að vera með tilhæfulausar dylgjur. Það var ekki ætlun mín og sá skilningur hæstv. ráðherra er á hans ábyrgð og ekki mína.