Bæklingur meiri hluta stjórnar LÍN

42. fundur
Fimmtudaginn 29. október 1992, kl. 10:59:50 (1662)

     Svavar Gestsson :
    Virðulegur forseti. Ég þakka hv. 18. þm. Reykv. fyrir að taka þetta mál hér upp. Það er einkar athyglisvert að hæstv. menntmrh. hefur skipt um skoðun í þessum málum frá því að hann var í stjórnarandstöðu. Þetta er auðvitað hreinn áróðursbæklingur fyrir meiri hluta stjórnar LÍN sem hér hefur verið gefinn út eins og hv. þm. benti á. Hreinn áróðursbæklingur. Það er út af fyrir sig athyglisvert og gagnrýni vert. En hitt er kannski enn þá fróðlegra að í bæklingnum eru jafnframt beinar árásir á fyrrv. menntmrh. og fyrrv. stjórn þessara mála. Ég hygg að það sé býsna óvenjulegt að bæklingur af þessu tagi sé ekki aðeins notaður til þess að treysta stöðu þeirrar stjórnar sem með málin fer á hverjum tíma heldur sé hann notaður sem áróðursatriði gegn fyrrv. stjórn og fyrrv. menntmrh. Það tel ég einkar ósmekklegt.
    Ég vil að lokum spyrja hæstv. ráðherra: Er þessi kostnaður upp á þrjúhundruð og

eitthvað þúsund krónur allur kostnaður við bæklinginn, bæði prentun, dreifingu, uppsetningu og útsendingu?