Varamenn taka þingsæti

44. fundur
Mánudaginn 02. nóvember 1992, kl. 13:32:01 (1738)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Borist hefur eftirfarandi bréf, dags. 30. okt. 1992:
    ,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska eftir því að 1. varaþingmaður Sjálfstfl. í Norðurl. e., Svanhildur Árnadóttir bankastarfsmaður, Dalvík, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.
    Þetta er yður hér með tilkynnt, virðulegi forseti.``

    Undir bréfið ritar Tómas Ingi Olrich, 5. þm. Norðurl. e.
    Þá hefur borist annað bréf, einnig dags. 30. okt. 1992:
    ,,Þar sem sjútvrh., Þorsteinn Pálsson, 1. þm. Sjálfstfl. í Suðurlandskjördæmi, verður erlendis í opinberum erindum og getur því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur leyfi ég mér að beiðni hans með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska þess að 1. varaþingmaður Sjálfstfl. í Suðurlandskjördæmi, Drífa Hjartardóttir bóndi, Keldum, Rangárvallahreppi, taki sæti á Alþingi í fjarveru hans.
    Þetta er yður hér með tilkynnt, virðulegi forseti.``

    Undir þetta bréf ritar Geir H. Haarde, formaður þingflokks Sjálfstfl.
    Þá hefur borist eftirfarandi bréf, einnig dags. 30. okt.:
    ,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska eftir því að 1. varaþingmaður Framsfl. í Norðurl. v., Elín R. Líndal hreppstjóri, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.
    Þetta er yður hér með tilkynnt, virðulegi forseti.``

    Undir þetta bréf ritar Páll Pétursson, 1. þm. Norðurl. v.
    Þá er hér enn bréf, dags. 30. okt. 1992:
    ,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur leyfi ég mér með vísan til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska eftir því að þar sem 1. varaþingmaður Alþb. í Reykjavíkurkjördæmi getur ekki vegna sérstakra anna tekið sæti sitt á Alþingi taki 2. varaþingmaður Alþb. í Reykjavíkurkjördæmi, Guðmundur Þ Jónsson, formaður Iðju, Félags verksmiðjufólks í Reykjavík, sæti í fjarveru minni.
    Þetta er yður hér með tilkynnt, virðulegi forseti.``

    Undir þetta bréf ritar Guðrún Helgadóttir, 14. þm. Reykv.
    Þá er hér bréf stílað til forseta Alþingis, dags. 30. ok. 1992:
    ,,Vegna sérstakra anna sé ég mér ekki fært að taka sæti á Alþingi á næstunni sem 1. varaþingmaður. Alþb. í Reykjavíkurkjördæmi.

Virðingarfyllst,

Auður Sveinsdóttir.``


    Svanhildur Árnadóttir, Drífa Hjartardóttir, Elín R. Líndal og Guðmundur Þ Jónsson hafa öll tekið áður sæti á Alþingi og eru boðin velkomin til starfa.