Innflutningur

45. fundur
Þriðjudaginn 03. nóvember 1992, kl. 14:06:57 (1770)

     Frsm. efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson ):
    Virðulegi forseti. Um þetta mál var fjallað samhliða frv. til laga um gjaldeyrismál. Málið fór til umsagnar allra sömu aðila enda fylgjast þessi mál að. Þar sem hér er á ferðinni er fyrst og fremst formbreyting á löggjöfinni sjálfri en ekki miklar efnisbreytingar aðrar en þær að hér kemur skýrt fram í 1. gr. að innflutningur á vöru og þjónustu til landsins skuli vera óheftur nema annað sé sérstaklega tekið fram í lögum eða milliríkjasamningum sem Ísland er aðili að. Þetta eru þær meginreglur sem gilda um þessi mál í dag.
     Nefndin er sammála um að frv. eigi að afgreiða óbreytt.