Eignarhald á Brunabótafélagi Íslands

47. fundur
Fimmtudaginn 05. nóvember 1992, kl. 10:55:17 (1888)

     Ólafur Þ. Þórðarson (um þingsköp) :
    Herra forseti. Ég lít svo á að þegar ráðherrar taka að sér að svara fyrirspurnum þá beri þeim að svara þeirri fyrirspurn sem til þeirra er beint. Ef hæstv. heilbrrh. hefur komist að þeirri niðurstöðu að hann geti ekki svarað þeirri fyrirspurn sem til hans var beint þá hefði hann átt að standa hér upp og lýsa því yfir að sér væri ókunnugt um það hver væri eigandi Brunabótafélags Íslands. Það hefði verið mjög heiðarlegt svar. En að láta það liggja í lausu lofti eftir að fyrirspurnin er komin fram er ákaflega sérstætt svo ekki sé meira sagt og virðist sem margt sé komið á reik í Stjórnarráðinu ef eignarhald á mjög stórum félögum hefur gjörsamlega glatast og væri náttúrlega verkefni fyrir Rannsóknarlögreglu ríkisins að leita að eigandanum.