Eignarhald á Brunabótafélagi Íslands

47. fundur
Fimmtudaginn 05. nóvember 1992, kl. 10:56:24 (1889)

     Forseti (Gunnlaugur Stefánsson) :
    Forseti verður að vekja athygli hv. þm. og hæstv. ráðherra á því að í 49. gr. þingskapa er kveðið mjög greinilega á um hvaða lög gilda um umræður um fyrirspurnir. Þar segir skýrt og skorinort:
    ,,Öðrum þingmönnum er heimilt að gera einu sinni stutta athugasemd, eina mínútu hverjum.``
    Ég verð að segja af því tilefni að hv. 2. þm. Vestf. hefur óskaði eftir að gera stutta athugasemd við þingsköp: Það er mat forseta að hér sé verið að fara í kringum lög og kringum þingsköp. ( Gripið fram í: Ekki í fyrsta skipið.) Hæstv. heilbrrh. hefur óskað eftir að taka til máls. Forseta er ekki kunnugt undir hvaða ákvæðum þingskapa hann óskar eftir því. --- Hæstv. heilbrrh. óskar eftir að ræða þingsköp.