Reiðvegaáætlun

47. fundur
Fimmtudaginn 05. nóvember 1992, kl. 11:07:33 (1897)

     Ólafur Þ. Þórðarson :
    Herra forseti. Hv. 3. þm. Reykn. gat um tvær ástæður sem gerðu það nauðsynlegt að fara í reiðvegagerð og áætlun þar um. En þriðja ástæðan má aldrei gleymast og hún er sú að það eru ein af elstu mannréttindum í þessu landi að mega ferðast um landið. Það er helgað í elstu lögbókum Íslendinga. Það er hægt að sjá um það lagaákvæði í Grágás og ég hygg að það vilji enginn standa fyrir því að loka landinu til ferðalaga með gaddavírsgirðingum eins og víða hefur verið gert og menn trúa í einfeldni sinni að standist lög. Ég vona að þetta atriði gleymist ekki þegar menn setjast yfir þetta verk.