Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu

48. fundur
Fimmtudaginn 05. nóvember 1992, kl. 17:31:11 (1953)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Vegna þess að hæstv. utanrrh. beindi orðum til forseta vill forseti taka undir það að vissulega eiga þingmenn sem taka hér til máls að gæta orða sinna í hita umræðunnar og spara sér stóryrðin eða ásakanir í garð hv. þingmanna eða ráðherra. Því miður verður forseti að viðurkenna að þau orð sem hér voru nefnd fóru fram hjá forseta. Ef forseti hefði heyrt hv. þm. segja þessi orð eða gripið þau um leið og þau voru sögðu hefði forseti svo sannarlega gert athugasemd við þau og slegið í bjölluna. Forseti biður því hæstv. utanrrh. velvirðingar á því að hafa ekki tekið eftir þessu og getað gert athugasemdir þar um.