Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu

48. fundur
Fimmtudaginn 05. nóvember 1992, kl. 17:39:53 (1957)

     Anna Ólafsdóttir Björnsson :
    Virðulegi forseti. Hér er um að ræða umfangsmesta og afdrifaríkasta milliríkjasamning sem við höfum staðið frammi fyrir og nú á að taka ákvörðun um hvort þjóðinni verður leyft að segja álit sitt á honum. Í mínum augum er þetta fyrst og fremst spurning um lýðræði og að nauðsynlegt er að ekki rofni þau tengsl sem alltaf þurfa að vera á milli kjörinna fulltrúa og kjósenda þeirra. Þjóðaratkvæðagreiðsla er lýðræðislegt tæki sem við getum gripið til þegar um grundvallarspurningar er að ræða. Ég segi því já.