Rannsókn á afleiðingum atvinnuleysis

49. fundur
Mánudaginn 09. nóvember 1992, kl. 15:02:44 (1980)

     Utanríkisráðherra (Jón Baldvin Hannibalsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég get út af fyrir sig verið sammála hv. síðasta ræðumanni um þau markmið sem við eigum að setja okkur. Yfirleitt er það ekki vandinn í pólitískri umræðu hvort menn eru sammála um markmið. Pólitískur ágreiningur er yfirleitt allur um leiðirnar. En þegar hv. þm. fagnar því að ég nefndi ekki

til þessarar sögu í stuttri ræðu áðan samninginn um Evrópska efnahagssvæðið er því til að svara að sumir hlutir eru sjálfsagðir hlutir og þarf ekki að endurtaka þá í síbylju. Að sjálfsögðu er það svo, eins og fram hafði komið í umræðunum áður, að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið er það sem við höfum í hendi um ný tækifæri til vaxtar og þróunar í íslensku atvinnulífi. Þetta er öllum ljóst og þarf þess vegna ekki að endurtaka.